Aflaverðmæti í götunni
- Starfsmenn snöggir að moka aflanum í kör eftir óhapp
Óhapp varð í dag við Duushús í Reykjanesbæ þegar kör full af fiski opnuðu hurð á flutningabíl og féllu í götuna. Svo virðist sem að í beygju hafi kör farið á hlið í flutningarbílnum sem varð svo til þess að hurð bílsins gaf eftir og útbyrðist féllu körin. Aflaverðmæti lágu því í götunni.
Þeir voru hins vegar ekki lengi að þrífa eftir sig starfsmenn fyrirtækisins sem þarna voru á ferðinni því þegar ljósmyndari Víkurfrétta bar að garði þá var búið að moka upp allan fisk úr götunni.