Aflatregða hjá netabátum í Sandgerði
„Netafiskiríið hefur verið lélegt en trillurnar gera það gott þegar þær komast frá landi. Það hefur verið nánast samfelld aflatregða hjá netabátunum fyrir utan tvö skot sem hafa komið,“, sagði Árni Sigurpálsson hjá Hafnarvoginni í Sandgerði í samtali við Fiskifréttir.
Mikill fjöldi smábáta rær á línu frá Sandgerði en auk þeirra landa þar tveir stærri línubátar, línubeitningabáturinn Hrafnseyri, sem landaði 43 tonnum í síðustu viku, og Sigþór, sem rær með tvöfalt, en hann hefur komið með upp undir 10 tonn þrisvar í viku.
Árni sagði að aflabrögðin hafi verið með svipuðum hætti í fyrra. Afli í dragnót hefur verið lélegur upp á síðkastið og afli togaranna hefur ekki heldur verið neitt sérstakur. Trollbátarnir hafa þó fengið sæmilegan afla. Fyrsti loðnufarmurinn kom til Sandgerðis 5. febrúar sl. og er loðnan heldur fyrr á ferðinni en í fyrra en þá kom fyrsti farmurinn 18. febrúar.
Dragnótabátarnir eru aðeins sex að tölu og eru þeir óvenju fáir að sögn Árna. Netabátunum hefur hins vegar fjölgað. „Mér fannst eins og þeir væru að láta aðeins undan síga á síðasta ári en þeir hafa skotið upp kollinum aftur“, sagði Árni.
Mikill fjöldi smábáta rær á línu frá Sandgerði en auk þeirra landa þar tveir stærri línubátar, línubeitningabáturinn Hrafnseyri, sem landaði 43 tonnum í síðustu viku, og Sigþór, sem rær með tvöfalt, en hann hefur komið með upp undir 10 tonn þrisvar í viku.
Árni sagði að aflabrögðin hafi verið með svipuðum hætti í fyrra. Afli í dragnót hefur verið lélegur upp á síðkastið og afli togaranna hefur ekki heldur verið neitt sérstakur. Trollbátarnir hafa þó fengið sæmilegan afla. Fyrsti loðnufarmurinn kom til Sandgerðis 5. febrúar sl. og er loðnan heldur fyrr á ferðinni en í fyrra en þá kom fyrsti farmurinn 18. febrúar.
Dragnótabátarnir eru aðeins sex að tölu og eru þeir óvenju fáir að sögn Árna. Netabátunum hefur hins vegar fjölgað. „Mér fannst eins og þeir væru að láta aðeins undan síga á síðasta ári en þeir hafa skotið upp kollinum aftur“, sagði Árni.