Aflaskerðingin lækkar útsvarstekjur Grindavíkurbæjar um 149 milljónir
Í skýrslu sem Lextor hefur unnið fyrir Grindavíkurbæ kemur fram að útsvarstekjur muni lækka um allt að 149 milljónir króna á næsta ári auk þess sem tekjur hafnarsjóðs munu lækka um allt að 11 milljónir króna, til viðbótar við 50 milljón króna tap hafnarinnar.
Bæjarráð hvetur ríkisvaldið til að grípa þegar til öflugra mótvægisaðgerða með stuðningi við fyrirtæki á svæðinu sem geta aukið störf í öðrum greinum enda ljóst að atvinnuleysi muni aukast í kjölfar skerðingar á þorski.
Bæjarráð hvetur ríkisvaldið til að grípa þegar til öflugra mótvægisaðgerða með stuðningi við fyrirtæki á svæðinu sem geta aukið störf í öðrum greinum enda ljóst að atvinnuleysi muni aukast í kjölfar skerðingar á þorski.