Aflasamdráttur í mars – aukning aflaverðmæta í janúar
Bolfiskafli á Suðurnesjum var 1,810 tonnum minni í mars síðastliðnum samanborið við sama mánuð fyrir ári. Þorskaflinn minnkaði úr 6,442 tonnum í 5,555 tonn milli ára. Ýsuaflinn fór úr 2,527 tonnum í 2,077 tonn og ufsinn úr 1,222 tonnum í 749 tonn.
Heildaraflinn á Suðurnesjum var 12, 491 í mars síðastliðnum. Hann var 14, 879 árið áður að viðbættum ríflega 10 þúsund tonnum af loðnu.
Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að aflaverðmæti í janúar jukust á Suðurnesjum um tæp 67% á milli ára, samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Þau voru rúmar 937 milljónir í fyrra en fóru hátt í 1,6 milljarð nú, sem væntanlega skýrist af miklum gengismun.