Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 19. janúar 2001 kl. 11:01

Aflaaukning í uppsjávarfiski á milli ára

Heildarafli sem barst á land í Grindavík árið 2000 var 133,730 tonn á móti 88,700 tonnum árið 1999. Fiskistofa birti þessar tölur nýverið í riti sínu Afli og aflaheimildir.
Þrátt fyrir þessa miklu aukningu á afla er þorskveiðin 1,735 tonnum minni árið 2000 en árið 1999, en þá veiddust 22,897 tonn af þorski, en 21,162 tonn árið 2000. Aflaaukningin er
því í uppsjávarfiski en árið 1999 var uppsjávaraflinn um 50,850 tonn en árið 2000 var hann rúmlega 91 þúsund tonn.
Að sögn Sverris Vilbergssonar, hafnarstjóra í Grindavík, er árið 2000 án efa það ár sem mestur afli hefur komið á land í Grindavík. „Hlutur botnfisks í aflanum mætti vera meiri, en ýmsar blikur eru á lofti um að ástand þorskstofnsins sé ekki eins gott og vonast var til. Hlutfall ýsu í afla línubáta hefur aukist nú í haust og vonandi er það vísbending um að hún sé á uppleið aftur og vonandi tekst sjómönnum okkar að bera mikinn og góðan afla að landi á árinu 2001“, segir Sverrir.
Grindavíkurbátar fiskuðu ágætlega, fyrripart síðustu viku. Síðastliðna helgi brast á með sunnan stormi, sem hélst út vikuna og enginn afli kom á land þar til veðrinu slotaði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024