Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aflaaukning í desember
Mánudagur 19. janúar 2009 kl. 08:29

Aflaaukning í desember

Mun meiri afli barst á land í Suðurnesjahöfnum nú í desember samanborið við sama mánuð í fyrra, þegar heildaraflinn nam 2,748 tonnum. Nú fór hann hins vegar í 4,163 tonn, þrátt fyrir kvótaskerðingu. Tíðarfarið var hins vegar betra nú en eins og margir muna brast á hver veðurhvellurinn á fætur öðrum undir lok síðasta árs.

Heildaraflinn var 2,430 tonn í Grindavík og jókst úr 1,583 tonnum milli ára í desember. Í Sandgerði fór hann úr 844 tonnum í 1,018 tonn. Í Keflavík varð einnig aukning, þar var landað 715 tonnum í desember samanborið við 321 tonn í fyrra.

Ef helstu tegundir eru skoðaðar juku Grindavíkurbátar við þorskaflann sem fór úr 477 tonnum í 771 tonn milli ára í desember. Í Sandgerði fór þorskaflinn úr 479 tonnum í 614 tonn og í Keflavík úr 116 tonnum í 279 tonn.
Minna af ýsu barst á land í Grindavik í desember síðastliðnum eða einungis 102 tonn á móti 565 tonnum árið áður. Í Sandgerði jókst ýsuaflinn lítillega og endaði í 203 tonnum. Í Keflavík fór hann úr 84 tonnum í 315 tonn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024