Afkoma hjá Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf.
Á vef Reykjanesbæjar kemur fram að afkoma hjá Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. er umfram væntingar.
Hagnaður af rekstri á fyrri hluta ársins var ríflega ein og hálf milljón evra, eða um 197 milljónir króna eftir skatta sem er töluvert umfram áætlun. Hagnaður alls ársins 2007 var tæplega þrjár og hálf milljón evra, eða um 435 milljónir króna.
Alls á félagið, sem var stofnað í lok ársins 2002, um 130 þúsund fermetra húsnæðis í rekstri eða á byggingarstigi og er verðmæti þess metið á um 33 milljarða króna. Félagið annast fyrst og fremst fasteignaumsvif fyrir eigendur sína sem um þessar mundir eru ellefu sveitarfélög og fjögur fjármálafyrirtæki auk Háskólans í Reykjavík.
Samkvæmt reglum félagsins greiðir það eigendum sínum helming hagnaðar í arð. Reykjanesbær á 25% virkan eignarhlut í félaginu.
Eignir Fasteignar í Reykjanesbæ:
Akurskóli
Byggðasafn Njarðvíkur
Félagsheimilið Stapi
Golfskálinn Leiru
Gæsluvöllur Brekkustíg
Gæsluvöllur Heiðarból
Hafnargata 88
Heiðarskóli
Holtaskóli
Iðavellir 7
Íþróttaakademía RNB
Íþróttahús Sunnubraut 34
Íþróttamiðstöð Njarðvíkur
Leikskólinn Akur
Leikskólinn Garðasel
Leikskólinn Gimli
Leikskólinn Heiðarsel
Leikskólinn Hjallatún
Leikskólinn Holt
Leikskólinn Tjarnarsel
Leikskólinn Vesturberg
Miðstöð símenntunar
Myllubakkaskóli
Njarðvíkurskóli Brekkustíg 2
Njarðvíkurskóli Norðurstíg 2
SBK
Selið þjónustumiðstöð
Skátaheimili/UMFN karfa
Skolpdælustöð Fitjabraut
Sundmiðstöðin Sunnubraut
Eignir Fasteignar í Sandgerði:
Félagsheimilið Bjarmaland
Sandgerðisskóli
Íþróttahús