Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 2. apríl 2002 kl. 09:18

Afkoma Dósasels minnkað um 20% milli ára

Aðalfundur Þroskahjálpar á Suðurnesjum var haldinn 21. mars sl. í Garðinum og stýrði Sigurður Jónsson sveitastjóri Gerðahrepps fundinum. Ný stjórn var kosin og lét Sæmundur Pétursson formaður félagsins sl. fjögurra ár af störfum og tók Halldór Leví Björnsson sem hefur verið ritari félagsins til margra ára við formennskunni.Síðan voru kosnir sex í stjórn og voru það eftirtaldir, Viðar Már Aðalsteinsson, Hallur M. Hallsson, Viktoría Róbertsdóttir, Ólöf Bolladóttir, Bjarni Ástvaldsson og Garðar Grðarsson. Þrír voru kosnir í varastjórn og voru það, Guðjón Sigbjörnsson, Stella Olsen og Arnar Bergþórsson.

Helstu umræður á fundinum voru minnkandi tekjur félagsins og að afkoma Dósasels hafi minnkað um 20% á milli ára sem er mikill afturkippur. Starfsemin gengur annars ágætlega og á nú á næstu mánuðum að huga meira að félaginu sjálfu og halda fundi um hin ýmsu mál. Þjálfunarlaugin er komin ágætlega af stað og hefur mikill tími farið í að sinna henni og afla fjármagns fyrir hana. Skólamál voru til umræðu á fundinum og telur Þ.S. að skymsamlegt væri að koma á einni sérdeild fyrir alla grunnskóla í Reykjanesbæ þar sem lögð er áhersla á ítrustu fagleg úrræði og möguleika hver einstakling til að nýta þá hæfni sem hann hefur til að bera.
Glæsilegar kaffiveitingar eru ávallt á aðalfundi félagsins og þökkum við öllum þeim aðilum er lögðu þeim lið kærlega fyrir og þá sérstaklega framlags Sigurjóns í Sigurjónsbakaríi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024