Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Afhjúpuðu minnismerki um bandarísku sprengjuflugvélina „Hot Stuff“
Föstudagur 11. maí 2018 kl. 06:00

Afhjúpuðu minnismerki um bandarísku sprengjuflugvélina „Hot Stuff“

Í síðustu viku var afhjúpað minnismerki um bandarísku sprengjuflugvélina „Hot Stuff“ sem fórst 3. maí 1943 á Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Alls fórust 14 menn í flugslysinu en einn komst lífs af, stélskytta vélarinnar. Um borð í vélinni var Frank M. Andrews en hann var yfirmaður alls herafla Bandaríkjanna í Evrópu þegar vélin fórst og var hann á meðal þeirra sem létust.

Minnismerkið er við Grindavíkurveg en á því er meðal annars eftirlíking af Liberator-vélinni. Á minnismerkinu má einnig finna upplýsingar um slysið, nöfn þeirra sem voru um borð ásamt ljósmyndum af braki flugvélarinnar.
Fjöldi manns var samankominn við afhjúpunina þ.á.m. ættingjar hinna látnu ásamt fulltrúum íslenskra stjórnvalda, Landhelgisgæslu Íslands, bandaríska sendiráðsins á Íslandi og fulltrúar frá flugher Bandaríkjanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024