Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Afhentu undirskriftalista 322 starfsmanna VL
Miðvikudagur 12. apríl 2006 kl. 11:56

Afhentu undirskriftalista 322 starfsmanna VL

322 starfsmenn Varnarliðsins hafa sett nöfn sín á undirskriftalista þar sem þess er krafist að íslensk stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hlutist til um að við starfsmennina verði gerður sómasamlegur starfslokasamningur.

Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, tók við undirskriftalistanum i morgun fyrir hönd stéttarfélaganna á Suðurnesjum en í texta hans segir:
 „Við undirritaðir starfsmenn hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli krefjumst þess að aðilar vinnumarkaðarins og Ríkisstjórn Íslands komi því á framfæri við rekstraraðila varnarstöðvarinnar að gerði verði við okkur sómasamlegur starfslokasamningur sem tekur gildi þegar okkar störfum við varnarstöðina lýkur.
Það er einnig okkar krafa að svör við þessum hóflegu kröfum verði komin eigi síðar en 1. maí 2006.“

Að sögn Guðbrands mun hann fara með málið inn í miðstjórn ASÍ til umfjöllunar.

Mynd: Benedikt Gunnarsson og Þorvaldur Kristleifsson afhenda Guðbrandi Einarssyni, formanni VS, undirskriftalistana í morgun. VF-mynd: Ellert Grétarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024