Afhentu kistil sem má opna eftir 50 ár
Í tilefni af opnun sýningarinnar „Útvíkkun 9,5“ færðu 15 listamenn í Reykjanesbæ bænum óvenjulega gjöf sem þakklætisvott fyrir velvild í garð listalífsins. Gjöfin er kistill, fullur af ýmsum hlutum, persónulegum sem ópersónulegum, bréfum og hugrenningum eða hvað sem hverjum og einum datt í hug að setja í kistilinn.
Það sem kanski er óvenjulegast við gjöf þessa er að hana má ekki opna fyrr en 28. febrúar 2059 eða eftir 50 ár. Kistillinn var því ramm læstur með keðju og lás og engir lyklar fylgdu með lásnum.
Guðmundur R Lúðvíksson, myndlistamaður afhenti Valgerði Guðmundsdóttur sem veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd bæjarins.