Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Afhentu fyrstu bekkingum hjálma
Föstudagur 20. apríl 2018 kl. 09:46

Afhentu fyrstu bekkingum hjálma

Kiwanisklúbbarnir í Reykjanesbæ, Keilir og Varða afhentu síðasta vetrardag nemendum í fyrsta bekk hjálma, það eru 304 börn sem fá hjálma í Reykjanesbæ og Vogum í þetta skiptið. Markmið hjálmaverkefnis Kiwanis hefur verið frá upphafi að stuðla að öryggi barna í umferðinni, hjálmarnir nýtast líka vel við notkun á hjólabrettum, hlaupahjólum og hjólaskautum. Eimskip gerðist allsherjarstyrktaraðili við verkefnið árið 2004 og hefur verið það síðan og reynst ómetanlegur bakhjarl.

Grunnskólar Reykjanesbæjar og Stóru Vogaskóla hafa unnið mikið saman en sú samvinna skiptir miklu máli og er grunnurinn að því að allir fái sinn hjálm.
Brunavarnir Suðurnesja og Lögreglan á Suðurnesjum hafa sýnt Kiwanisklúbbunum í Reykjanesbæ mikinn velvilja með því að mæta við afhendinguna.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024