Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Afhenti Velferðasjóði peningagjöf
Þriðjudagur 20. desember 2011 kl. 09:48

Afhenti Velferðasjóði peningagjöf

Velferðasjóði Suðurnesja hefur borist margar góðar gjafir að undanförnu og ein þeirra var afhent formlega í messu í Keflavíkurkirkju sl. sunnudag. Það gerði Erna Agnarsdóttir sem færði Velferðarsjóði rúmar 100 þús. krónur en rúmlega helmingur upphæðarinnar safnaðist í basar sem hún stóð fyrir með öðrum nýlega en hinn helminginn lagði Félag eldri borgara á Suðurnesjum til.


Við þetta tækfæri minntist Erna margra ungmenna sem létust í Reykjanesbæ á aldamótaárinu 2000 en eitt þeirra var Örlygur Sturluson, barnabarn hennar en Erna og Örlygur Þorvaldsson, maður hennar, færðu Velferðasjóðnum 500 þús. kr. í fyrra þegar tíu ár voru liðin frá andláti Örlygs barnabarns þeirra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sr. Sigfús Ingvason, prestur í Keflavíkurkirkju þakkaði Ernu fyrir stuðninginn við Velferðasjóðinn.