Afhendingaröryggið er ófullnægjandi
„Þetta kemur sér afar illa fyrir okkur Suðurnesjamenn því afhendingaröryggið er ófullnægjandi með aðeins eina línu inn á svæðið. Einnig er vaxandi þörf fyrir meiri raforku t.d. vegna mikillar uppbyggingar í kringum Leifsstöð og fjölgunar íbúa,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, í viðbrögðum við frétt þar sem greint er frá því að Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness, þar sem fellt var úr gildi framkvæmdaleyfi sem sveitarfélagið Vogar gaf út til Landsnets vegna Suðurnesjalínu 2.
Í málinu höfðu nokkrir einstaklingar og tvö fyrirtæki krafist þess að ógilt yrði ákvörðun sveitarfélagsins, frá því í mars 2015, um að veita Landsneti umrætt framkvæmdaleyfi. Greint er frá úrskurði Hæstaréttar á vef mbl.is.