Afhenda ágóða af hátíðartónleikum í Velferðarsjóð Suðurnesja
Ágóði af aukasýningu Með blik í auga, sem haldin var í Andrews-leikhúsinu á Ásbrú sl. föstudagskvöld, verður afhentur við guðsþjónustu í Keflavíkurkirkju nk. sunnudag kl. 11:00. Mun ágóðinn renna í Velferðarsjóð Suðurnesja.
Sungin verða lög úr sýningunni við athöfnina. Dagurinn er helgaður kærleiksþjónustu við kirkjur landsins. Messuþjónar lesa texta og sjálfboðaliðar bera fram súpu, að messu lokinni gegn vægu gjaldi, en ágóðinn rennur í barnastarf kirkjunnar.