Áfengisþjófur gripinn

Lögreglan á Suðurnesjum hafði hendur í hári innbrotsþjófs sem brotist hafði inn á skemmtistað í Reykjanesbæ seint í gærkvöldi. Þjófurinn hafði gert sig líklegan til að hafa á brott með sér allt áfengið af barnum þegar lögreglan mætti á staðinn. Í stað þess að vökva sálarblómið af hinum forboðnum veigum úr annarra eigu mátti maðurinn dúsa í fangaklefa í nótt.
Nágranni skemmtistaðarins hafði heyrt brothljóð og orðið var við torkennilegar mannaferðir inni á staðnum. Gerði hann lögreglu viðvart sem brást skjótt við og greip kauða glóðvolgan.
www.visir.is greinir frá.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				