Áfengisfrumvarpi Vilhjálms frestað
Áhrif breytinga þess óljós og kostnaðamat vantar.
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis ákvað á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag að fresta afgreiðslu áfengisfrumvarpsins svokallaða, sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, flutti á sínum tíma. Vísir.is greinir frá.
Afreiðslunni hefur verið frestað vegna þess að Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir upplýsingar skorta um áhrif breytinganna sem fylgdu frumvarpinu og að ekkert kostnaðamat hafi farið fram.
Í samtali við Vísi segir Vilhjálmur vandamálið snúast um að ekki fáist aðgangur að fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins til að vinna slíkt mat. Í staðinn gögn tínd saman á borð við ársreikninga ÁTVR og svör fjármálaráðherra og það sem talið er duga til. Vilhjálmur vonar að með bættu nefndaráliti geti málið verið afgreitt úr nefnd.