Afburðagóður afli í júnímánuði
-- Aflabrögðin voru afburðagóð í júnímánuði. Ég man í fljótu bragði ekki eftir meiri afla á þessum árstíma, segir Bergþór Baldvinsson, framkvæmdastjóri Nesfisks hf. í Garði, í samtali við InterSeafood.com.
Eins og fram kom hér á síðunni í gær hefur sala á fiski og verðmæti afla á Fiskmarkaði Suðurnesja aukist verulega á árinu þrátt fyrir sjómannaverkfallið og segir Ragnar Kristjánsson, framkvæmdastjóri markaðarins, að framboðið hafi verið mjög gott í júní.
Bergþór segir að bátar fyrirtækisins hafi fengið mjög góðan afla í troll og dragnót í júnímánuði og hafi uppistaða aflans verið þorskur, ufsi og karfi. Þá hafi framboðið verið mjög gott á fiskmörkuðunum og nýliðinn júnímánuður verði að teljast einn af stærstu mánuðunum í vinnslu hjá fyrirtækinu um langt skeið.
Eins og fram kom hér á síðunni í gær hefur sala á fiski og verðmæti afla á Fiskmarkaði Suðurnesja aukist verulega á árinu þrátt fyrir sjómannaverkfallið og segir Ragnar Kristjánsson, framkvæmdastjóri markaðarins, að framboðið hafi verið mjög gott í júní.
Bergþór segir að bátar fyrirtækisins hafi fengið mjög góðan afla í troll og dragnót í júnímánuði og hafi uppistaða aflans verið þorskur, ufsi og karfi. Þá hafi framboðið verið mjög gott á fiskmörkuðunum og nýliðinn júnímánuður verði að teljast einn af stærstu mánuðunum í vinnslu hjá fyrirtækinu um langt skeið.