Afar mikilvægt að ala ekki á ótta
Í ljósi neikvæðra umræðna í fjölmiðlum um að staða eineltismála á Suðurnesjum sé ekki góð, telur íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar í nýrri fundargerð sinni nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram:
Samkvæmt nokkrum rannsóknum sem Rannsókn og greining hafa gert undanfarin ár (2007, 2009 og 2011) hefur komið í ljós að Reykjanesbær stendur jafnt á við landsmeðaltalið.
Ráðið segir jafnframt í fundargerð sinni afar mikilvægt, á erfiðum og viðkvæmum tímum, að ala ekki á ótta eða setja fram fullyrðingar í fjölmiðlum sem standast svo ekki nánari skoðun.