Áfangastjóri FS skipuð skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Menntamálaráðherra hefur skipað Guðbjörgu Aðalbergsdóttur í embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga til fimm ára frá 1. janúar 2004 að telja. Guðbjörg hefur starfað við Fjölbrautaskóla Suðurnesja frá árinu 1994 og hefur gengt starfi áfangastjóra frá 1998. Guðbjörg er með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands frá árinu 1993 og próf í Uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands frá 1994.
Í tilkynningu frá Menntamálaráðuneytinu kemur fram að átta umsóknir bárust um embættið sem sendar voru skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga til umsagnar og tillögugerðar skv. 2. mgr. 11. gr. laga um framhaldsskóla nr. 80/1996. Skólanefndin mælti í umsögn sinni til menntamálaráðherra einróma með því að Guðbjörgu yrði veitt embættið.
VF-ljósmynd/JKK.