Af hverju kjósa færri í sveitarstjórnarkosningum?
Kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum 2022 var lang minnst á landinu í Reykjanesbæ eða 47,4%. Þátttakan er enn lakari hjá 40 ára og yngri eða tæplega 35% en var 57,6% hjá eldri er 40 ára.
Ljóst er að hátt hlutfall erlendra borgara í Reykjanesbæ (um 30%) hefur áhrif á þessa tölu en þátttaka útlendinga er mjög lítil.
Mæting á kjörstað í alþingiskosningum er hins vegar mun hærri. Á þingkosningum 2021 var þátttakan í Reykjanesbæ 73,2% miðað við 80,1% á landinu öllu.
Anna Karen Sigurjónsdóttir, sjálfbærnifulltrúi tók saman þessar tölur. Sjálfbærniráð Reykjanesbæjar vill greina kosningarnar enn frekar og hefur fengið samþykkta fjárheimild kr. 150 þúsund til að fá fram sérvinnslu frá Hagstofunni varðandi Reykjanesbæ.
Sjálfbærniráð mun vinna málið áfram milli funda og mun vinna að handbók kosninga fyrir Reykjanesbæ auk þess sem ráðið mun greina kosningaþátttöku og möguleika til úrbóta.