Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Af hverju geta stórnotendur verið með óskert rafmagn en heimilin þurfa að spara?
Sunnudagur 11. febrúar 2024 kl. 12:00

Af hverju geta stórnotendur verið með óskert rafmagn en heimilin þurfa að spara?

Mikið hefur verið í umræðunni að á sama tíma og fólk er beðið um að spara rafmagn inni á heimilum sínum eru stórnotendur og fyrirtæki að fá óskerta orku til sín. Málið er ótskýrt í frétt á heimasíðu HS Veitna.


Ástæðan fyrir þessu kann að vera flókin en raforkukerfið innan bæjarfélaganna er byggt þannig að það má líkja því við tré. Hvert hús er tengt með heimtaug í götukassa sem er svo tengdur gegnum stærri dreifiskáp og þaðan inná spennistöð.


Það veldur því að samanlögð rafmagnsnotkun húsa í einu hverfi fer um eina lögn frá spennistöð og hefur sú lögn takmarkaða flutningsgetu.
Notendur eru smærri greinarnar á tréinu og eftir því sem greinin er sverari flyst meiri orka um þær frá spennistöðvum í hverfunum og þær tengjast saman við hvor aðra sem eru svo tengdar Fitjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Við getum sagt að stofnin á trénu sé Suðurnesjalínan að Fitjum og tengivirkið á Fitjum


Í tilfelli stærri notenda þá eru þeir tengdir inná kerfið nær stofni trésins með sverari tengingum og hefur flutningur raforku til þeirra ekki áhrif á það sem gerist neðar í tréinu til dæmis í húsagötum.


Götulýsing er í langflestum tilfellum á sér heimtaug beint inná spennistöð gegnum sér götuskáp og hefur ekki áhrif á sama hluta kerfisins og heimilin eru tengd inná, að auki er stærsti hluti hennar LED lampar og því að nota mun minni orku en kerfið var hannað í upphaflega. Einnig er talið mikilvægt út frá öryggi gangandi, hjólandi og akandi vegfaranda að halda götulýsingu inni.
Mjög mikilvægt er að það komi fram að íbúar noti EKKI heimahleðslustöðvar og er verið að vinna í því í samráði við eigendur hraðhleðslustöðva á svæðinu að bjóða uppá lægra verð til þess að hvetja fólk til þess að nota þær frekar.


Mikilvægt er að fólk slökkvi á hitagjöfum á þeim tímum sem notkun er sem mest á heimilunum til dæmis þegar eldað er og setji síðan í samband aftur.


Til samanburðar notar ein eldavél sama afl og 100 götuljós ef eldað er á 3-4 hellum í einu.