Stuðlaberg Pósthússtræti opið hús 23.8.
Stuðlaberg Pósthússtræti opið hús 23.8.

Fréttir

Ævintýri í fjölbreyttu blaði frá Víkurfréttum í þessari viku
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
þriðjudaginn 16. febrúar 2021 kl. 21:21

Ævintýri í fjölbreyttu blaði frá Víkurfréttum í þessari viku

Grindvíkingurinn Baldur Jóhann Þorvaldsson væri í dag á Suðurskautslandinu að leiðsegja ferðamönnum ef ekki væri fyrir Covid-19. Hann upplifir ævintýri sem fæstir fá að upplifa og segir frá þeim í skemmtilegu viðtali í Víkurfréttum í þessari viku.

Víkurfréttir koma út á morgun, miðvikudag, og verður komið á alla okkar helstu dreifingarstaði um hádegi.

Í blaði vikunnar er einnig viðtal við Teit Örlysson sem ræðir útlendingamálin í körfuboltanum. Rut Sigurðardóttir ræðir um vefinn fristundir.is og Anna Klara Hauksdóttir hjá HSS segir okkur frá bólusetningum við kórónuveirunni sem nú eru að fara á fullt hér suður með sjó.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Blað vikunnar er einstaklega fjölbreytt eins og sjá má þegar því er flett rafrænt í spilaranum hér að neðan.