Ævintýri H.C. Andersens á bókasafninu
Haldið var uppá 200 ára afmæli H.C. Andersens út um allan heim í gær.
Íslendingar voru engir eftirbátar að því leyti og var m.a. lesið úr ævintýrum skáldsins fyrir börn á Bókasafni Reykjanesbæjar. Þegar Ljósamyndara Víkurfrétta bar að garði var verið að lesa úr sögunni Svínahirðinum og var ekki annað að sjá en að börnin hefðu gaman af lestrinum.
VF-mynd/Þorgils