Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ævar fékk Evrópuferð í Jólalukku Víkurfrétta
Miðvikudagur 15. desember 2010 kl. 15:17

Ævar fékk Evrópuferð í Jólalukku Víkurfrétta

„Mamma skrifaði mitt nafn á miðann,“ sagði Ævar Þór Gunnlaugsson, 16 ára piltur úr Keflavík en hann vann Evrópuferð með Icelandir í Jólalukku Víkurfrétta 2010. Dregið var sl. laugardag í fyrsta skipti af þremur úr Jólalukkumiðum sem skilað hefur verið í Nettó og Kaskó.


Auk ferðavinningsins voru tveir aðrir vinningar dregnir út, 15 þús. kr. gjafabréf í Nettó. Þá hlutu Jóna Kr. Olsen, Gónhól 15 í Njarðvík og Hilmir Guðmundsson, Tjarnargötu 26 í Keflavík.

Annar dráttur í Jólalukku VF verður í lok vikunnar og verða vinningar þá Icelandir Evrópuferð og gjafabréf í Kaskó. Þriðji og síðasti úrdrátturinn verður á Aðfangadagsmorgun en þá munu á þriðja tug vinninga verða dregnir út. Sá stærsti 100 þús. kr. gjafabréf frá Nettó. Það er því vissara að koma miðunum í kassana í Nettó eða Kaskó því til mikis er að vinna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024