Ætluðu að brjótast inn í bakarí
Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir við Ragnarsbakarí við Hrannargötu. Lögreglan í Keflavík tók þar þrjá pilta, einn 17 ára og tvo 15 ára, en þeir höfðu kúbein meðferðis. Viðurkenndu piltarnir við lögreglu að þeir hefðu ætlað að brjótast inn í bakaríið. Piltarnir voru færðir á lögreglustöð þar sem þeir fengu tiltal og síðan máttu foreldrar þeirra sækja þá.
Þá var einn ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut og númer tekin af einni bifreið vegna vanrækslu eiganda að sinna boðun í skoðun.
Þá var einn ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut og númer tekin af einni bifreið vegna vanrækslu eiganda að sinna boðun í skoðun.