Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 6. ágúst 1999 kl. 11:21

„ÆTLI MAÐUR LÆRI EKKI BARA AÐ PRJÓNA“

„Hvað segirðu? Ætlar þú að fara að gera eithvað blaðamál úr þessu“ sagði Reynald Þorvaldsson þegar VF náði í skottið á honum. „Þetta er ekki mjög flókið. ég er orðinn 74 ára gamall og verð sjötíu-og-fimm bráðum þannig að það var kominn tími til að draga sig út úr þessu svo ég seldi Hafþór KE og þann kvóta sem honum fylgdi og söluhagnaðurinn varð 46 milljónir. Ég er í sjálfu sér alveg sáttur við skattinn og vissi alltaf að þegar ég seldi þyrfti að borga skatt af öllu saman. Það var búið að segja mér að skatturinn yrði eitthvað á milli 19-20 milljónir en hann endaði í 22 m.kr.“ Hvað tekur nú við? „Ég hef verið á sjó síðan ég man eftir mér svo einhverjar breytingar verða á lífinu. Síðastliðna tvo mánuði hef ég verið að dytta að sumarbústaðnum mínum að utan og hyggst dúkleggja hann á næstunni. Nú mér ætti að gefast meiri til að jagast í kerlingunni og snúast í kringum barnabörnin og barnabarnabörnin. Ætli maður læri ekki bara að prjóna og selji þær afurðir svo í Kolaportinu. Annars ættir þú að jagast meira í svila mínum, Garðari Brynjólfssyni, hann hefur örugglega meira að segja en ég“ sagði útgerðarmaðurinn fyrrverandi Reynald Þorvaldsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024