Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ætlar þú að safna mottu?
Þriðjudagur 1. mars 2011 kl. 09:59

Ætlar þú að safna mottu?

„Mottu-mars" er heiti mánaðarlangs átaks Krabbameinsfélags Íslands um karlmenn og krabbamein sem hófst formlega í dag þar sem karlmenn eru hvattir til þess að safna yfirvaraskeggi. Hægt er að skrá sig inná www.mottumars.is og safna áheitum, bæði sem einstaklingur og einnig sem lið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu segir að þetta sé í þriðja sinn sem staðið er fyrir sérstöku átaki um karlmenn og krabbamein og verður það jafnframt eitt umfangsmesta árvekniátak félagsins til þessa. Eru karlmenn á Íslandi hvattir til þess að safna yfirvararskeggi í marsmánuði til að sýna samstöðu og safna jafnframt áheitum til styrktar baráttunni gegn krabbameini með því að skrá sig til þáttöku í yfirvararskeggskeppninni á vefsíðunni.

Sala á barmmerkjum fer einnig fram laugardaginn 6. mars 2010 og verður öllum ágóða af söfnunarstarfi átaksins varið til rannsókna, fræðslu, ráðgjafar og stuðnings við krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra.

Á heimasíðu Mottu-mars segir eftirfarandi:
Árlega greinast á Íslandi að meðaltali 716 karlar með krabbamein.
Árlega deyja að meðaltali um 250. Þetta eru synir, bræður, pabbar, afar, vinir og makar.
Þitt framlag skiptir miklu máli. Við getum haft áhrif, því rannsóknir sýna að koma má í veg fyrir að minnsta kosti 1 af 3 krabbameinum.

Mynd: Þessi mynd var tekin á marsdögum í fyrra af starfsmönnum Byko í Keflavík. Myndarlegar mottur þarna á ferð.