Ætlaði í flug en fór í steininn
Kófdrukkinn erlendur ferðamaður fær nú að gista fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að hann var handtekinn í flugrútu á leið til Keflavíkur í morgun.
Ferðalangurinn, sem vissi vart hvort hann var að koma eða fara, sökum ölvunar, lét ófriðlega í flugrútunni. Í þessu ástandi þótti ekki ráðlegt að senda manninn um borð í flugvél en fékk þess í stað gistingu í steininum í Keflavík.


 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				