Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ætla að kveikja eldinn aftur að ári
Föstudagur 26. desember 2003 kl. 18:18

Ætla að kveikja eldinn aftur að ári

Lögregla skarst í leikinn þegar hópur ungmenna hafði safnast saman í miðbæ Grindavíkur um miðnætti í gær og kveikt þar í bálkesti. Tveir voru handteknir eftir að hafa reynt að hindra lögreglu en eldurinn var slökktur og hópnum dreift. Þetta er fjórða árið í röð sem lögregla þarf að hafa afskipti af ungmennum vegna óspekta af þessu tagi um jól. Fólkið hafði staflað upp vörubrettum og kveikt í.
Annar hinna handteknu, Þorkell Magnússon, sagðist í samtali við Víkurfréttir í dag vera ósáttur við handtöku lögreglunnar. Hann hafi ekki kveikt eldinn, heldur eingöngu spurt  lögreglu hvað hún myndi gera ef hann kveikti í brennunni. Hann sagði þessa brennu vera árlega uppákomu að kvöldi jóladags en þetta var í fjórða skiptið sem kveikt er í bálkesti í Sólarvéinu í Grindavík. Aðspurður hvers vegna ekki sé sótt um leyfi fyrir brennunni, sagði Þorkell, að þetta væri útivistarsvæði og þarna væri tilbúið eldstæði og þess vegna væri ekki sótt um sérstakt brennuleyfi. Þorkell sagði að þarna yrði aftur slegið upp bálkesti að ári en í gærkvöldi voru um 150 ungmenni á staðnum.

 

Myndin: Þorkell Magnússon á staðnum þar sem 150 ungmenni komu saman í gærkvöldi og kveiktu eld.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024