Ætla að beita sér fyrir þjóðarsátt um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar
Stofnfundi áhugafélags um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar var að ljúka en hann var haldinn á veitingahúsinu Ránni í Keflavík.
Félagið lýsti því yfir á fundinum að það ætli að beita sér fyrir „þjóðarsátt um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar.“
Fundargestir voru mjög ánægðir með stofnun félagsins en um það hefur myndast þverpólitísk samstaða. Á fundinum voru lagðar fram ýmsar áhugaverðar staðreyndir um sparnað sem mun fylgja flutningi vallarins til Suðurnesja en það kom meðal annars fram í ræðu Sigurðar Garðarssonar ráðgjafa.
Víkurfréttir munu rýna nánar í það sem kom fram á fundinum á morgun og mun það birtast hér á vefnum.
Kosin var stjórn félagsins á fundinum en hana skipa eftirtaldir:
Páll Ketilsson
Eysteinn Eyjólfsson
Viktor B. Kjartansson
Eysteinn Jónsson
Sveindís Valdimarsdóttir
Björk Guðjónsdóttir
Guðný Kristjánsdóttir
Friðjón Einarsson
Einnig voru kosnir tveir skoðunarmenn reikninga en þeir eru:
Brynjólfur Sævarsson
Eyrún Sigurðardóttir
Myndin: Frá fundinum á Ránni í kvöld VF-mynd/AMG