Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ætla að ala senegalflúru á Reykjanesi
Föstudagur 16. mars 2012 kl. 08:38

Ætla að ala senegalflúru á Reykjanesi

Samningur við fyrirtækið Stolt Sea Farm Holdings, sem hyggst reisa fiskeldisstöð við Reykjanesvirkjun, var í gær samþykktur í bæjarráði Reykjanesbæjar. Framkvæmdir gætu hafist á næstu dögum eða vikum en samkvæmt samningi við HS Orku á fyrsti áfangi að vera tilbúinn í ágúst. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Um er að ræða eldi á senegalflúru (Solea senegalensis) í strandstöð við Reykjanesvirkjun HS Orku. Nýta á frárennslisvatn Reykjanesvirkjunar og sjó úr borholum til að tryggja kjörhita fisksins, 19-22 stig, allt árið. Talið er að samningurinn feli í sér tugi nýrra starfa á Suðurnesjum, fyrst við framkvæmdir og uppbyggingu en síðar við rekstur eldisins.

Samningar náðust við HS Orku í ágúst síðastliðnum en verkefnið mun vera flókið tæknilega.

Í fyrstu er gert ráð fyrir framleiðslu á um 500 tonnum á ári en hún verði komin upp í tvö þúsund tonn frá og með 2017.