Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Æskulýðsvettvangurinn heldur landsfund í Grindavík
Mánudagur 12. janúar 2015 kl. 09:42

Æskulýðsvettvangurinn heldur landsfund í Grindavík

– Umræðuvettvangur fyrir ungmenni

Æskulýðsvettvangurinn (ÆV), samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar fór af stað með haustið 2014, lagt fram. Verkefnið er styrkt af Evrópu unga fólksins. ÆV stendur að verkefninu „Komdu þínu á framfæri“. Markmið og tilgangur verkefnisins er að skapa umræðuvettvang fyrir ungmenni þar sem þau geta látið í sér heyra og komið skoðunum sínum á framfæri við þá sem bera ábyrgð á menntun, íþrótta- og æskulýðsmálum og listum og menningu. Mikilvægt er að ungmenni upplifi sig og séu virkir þátttakendur í samfélaginu. Með verkefninu er ætlunin að brúa bilið á milli þeirra sem bera ábyrgð á þessum málaflokkum og ungmennanna sjálfra sem starfið er ætlað fyrir.

Æskulýðsvettvangurinn hefur boðið Grindavíkurbæ að taka þátt með því að halda landsfund í Grindavík 1. febrúar nk. Til fundarins verður boðið þeim sem bera ábyrgð á menntun, íþrótta- og æskulýðsmálum og listum og menningu, þ.e. bæjarstjórn, frístunda- og menningarnefnd, ungmennaráði, skólastjórum og fulltrúum aðildarfélaga ÆV, bæjarfulltrúum og þingmönnum o.fl.

Bæjaryfirvöld hafa samþykkt að taka þátt í landsfundinum og hann fari fram í Grindavík.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024