Atnorth
Atnorth

Fréttir

Ægismenn fagna 75 ára afmæli á laugardag
Fimmtudagur 9. september 2010 kl. 13:22

Ægismenn fagna 75 ára afmæli á laugardag

Björgunarsveitin Ægir í Garði fagnar 75 ára afmæli nk. laugardag, 11. september, með afmælisboði í björgunarstöðinni Þorsteinsbúð við Gerðaveg 20 b í Garði. Afmælisfagnaðurinn hefst kl. 16:00 og er íbúum í Garði boðið til fagnaðarins ásamt velunnurum sveitarinnar.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Á þessum tímamótum verður nýr bátur björgunarsveitarinnar vígður og honum gefið nafn. Einnig verður opnuð ný heimasíða sveitarinnar. Gestum gefst tækifæri til að skoða húsnæði og tækjakost sveitarinnar og kynna sér starfsemina. Boðið verður upp á veitingar í tilefni dagsins.

Nýr bátur Björgunarsveitarinnar Ægis í prufusiglingu á dögunum. VF-mynd: Hilmar Bragi

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025