SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Ægismenn björguðu ferðafólki úr Jökulgilskvísl
Myndir frá björgunaraðgerðum í gær. Myndir/Slysavarnafélagið Landsbjörg
Mánudagur 29. júlí 2024 kl. 10:53

Ægismenn björguðu ferðafólki úr Jökulgilskvísl

Félagar úr Björgunarsveitinni Ægi í Garði, sem voru að ljúka Hálendisvakt, brugðust skjótt við í gær þegar hjálparkall barst frá ferðafólki sem hafði fest bíl sinn á leið yfir Jökulgilskvísl, rétt vestan við Kýlinga á Fjallabaksleið nyrðri.

Þegar að var komið var fólkið komið út úr bílnum og hélt til á þaki hans. Björgunarmaður með straumvatns björgunarbúnað óð til þeirra og aðstoðaði fólkið í land. Þau voru gegnblaut. Mikið vatn hafði flætt inn í bíl þeirra og ferðafólið var talsvert kalt. Þau voru vafin í ullarteppi þegar þau komu í land og færð í bíl björgunarsveitarinnar. Bíll fólksins var svo losaður úr ánni.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Björgunarfólki tókst að gangsetja bílinn og var hann fluttur ásamt ferðalöngunum, að aðstöðu Hálendsivaktarinnar í Landmannalaugum, þar sem þeirra beið heitt kakó og vel kynt hús.

Félagar í Björgunarsveitinni Suðurnes hafa nú tekið við hálendisvaktinni og eru með bækistöð í Landmannalaugum.