Ægisgata horfin á stórum kafla
Stórar vinnuvélar eru nú á Ægisgötu í Keflavík til að reyna að koma í veg fyrir frekara tjón. Miklar skemmdir afa orðið á varnargarðinum og nokkur hundruð metra langur kafli af Ægisgötu í Keflavík er horfinn eftir sjóganginn.Skurðgrafa er nú notuð til að fylla í skörð í grjótgarðinum. Halldór Magnússon, verkstjóri hjá Reykjanesbæ, sagði að fundað verði á mánudag um framtíð Ægisgötu, sem er vegurinn sem liggur sjávarmegin við Hafnargötu. Vegurinn er ónýtur á stórum kafla og ljóst að það kostar milljónir, jafnvel tugi milljóna, að koma veginum í nothæft horf. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skemmdir verða á veginum í sjógangi, en nú er tjónið mjög mikið.