Ægir náði í vélarvana skip
Ægir, skip Landhelgisgæslunnar kom til hafnar í Keflavík nú síðdegis með Gullhólma SH 201 á síðunni en skipið hafði orðið vélarvana úti á Faxaflóa. Vatn mun hafa komist í olíu skipsins og leiðsla frostsprungið með þessum afleiðingum. Skipið var að koma úr slipp í Njarðvík og var á leið á miðin. Gullhólmi er gerður út frá Stykkishólmi.
VF-mynd: elg
VF-mynd: elg