Ægilegar sprengingar og eldhnettir að hætti Hollywood á hápunkti Ljósanætur
Gríðarlegur fjöldi var samankominn á hátíðarsvæði Ljósanætur í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Sérfræðingar í mannfjölda sögðust aldrei hafa séð eins marga á hátíðarsvæðinu eins og í kvöld. Lætur nærri að gestir ljósanætur hafi verið um eða yfir 30.000 talsins.
Á vef lögreglunnar kom fram að allt hafi farið vel fram, en eitthvað hafi verið um að börn yrðu viðskila við foreldra. Allt fór þó vel að lokum að sögn lögreglu. Mikil umferð var úr miðbænum eftir að skipulagðri dagskrá þar lauk uppúr kl. 22 í gærkvöldi. Greinilegt var að fjölmargt aðkomufólk var í bænum því á tólfta tímanum í gærkvöldi var ennþá stöðugur straumur bíla útúr bænum.
Sjúkraflutningamenn sinntu þremur útköllum á hátíðarsvæðinu, en þrír aðilar voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar vegna veikinda.
Hápunktur ljósanætur var í gærkvöldi þegar kveikt voru ljósin á Berginu og flugeldasýning Sparisjóðsins í Keflavík var haldin. Það er björgunarsveitin Suðurnes sem á heiðurinn af sýningunni en að þessu sinni sóttu björgunarsveitarmenn í smiðjur tæknibrellumeistara Flags of our Fathers og fengu tilsögn í því hvernig alvöru Hollywood-sprengjur eru framkvæmdar. Tæknibrellumeistararnir komu ekki beint að sýningunni vegna samninga sinna við Warner Bros. sem bönnuðu það en tilsögnin skilaði sér greinilega í gærkvöldi þegar tugþúsundir hátíðargesta sáu hvern eldhnöttinn á fætur öðrum í ægilegum sprengingum á bjargbrúninni.
Tugþúsundir gesta gerðu sér glaðan dag í Reykjanesbæ í gær og nutu dagskrár sem fór að mestu fram á hátíðarsvæði við Hafnargötuna, en einnig víðar um bæinn. Ljósanótt lýkur svo í dag með dagskrá um allan bæ.
Lesendur Víkurfrétta á Netinu eiga von á myndasafni með svipmyndum frá hátíðinni uppúr hádegi í dag, sunnudag.
Á vef lögreglunnar kom fram að allt hafi farið vel fram, en eitthvað hafi verið um að börn yrðu viðskila við foreldra. Allt fór þó vel að lokum að sögn lögreglu. Mikil umferð var úr miðbænum eftir að skipulagðri dagskrá þar lauk uppúr kl. 22 í gærkvöldi. Greinilegt var að fjölmargt aðkomufólk var í bænum því á tólfta tímanum í gærkvöldi var ennþá stöðugur straumur bíla útúr bænum.
Sjúkraflutningamenn sinntu þremur útköllum á hátíðarsvæðinu, en þrír aðilar voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar vegna veikinda.
Hápunktur ljósanætur var í gærkvöldi þegar kveikt voru ljósin á Berginu og flugeldasýning Sparisjóðsins í Keflavík var haldin. Það er björgunarsveitin Suðurnes sem á heiðurinn af sýningunni en að þessu sinni sóttu björgunarsveitarmenn í smiðjur tæknibrellumeistara Flags of our Fathers og fengu tilsögn í því hvernig alvöru Hollywood-sprengjur eru framkvæmdar. Tæknibrellumeistararnir komu ekki beint að sýningunni vegna samninga sinna við Warner Bros. sem bönnuðu það en tilsögnin skilaði sér greinilega í gærkvöldi þegar tugþúsundir hátíðargesta sáu hvern eldhnöttinn á fætur öðrum í ægilegum sprengingum á bjargbrúninni.
Tugþúsundir gesta gerðu sér glaðan dag í Reykjanesbæ í gær og nutu dagskrár sem fór að mestu fram á hátíðarsvæði við Hafnargötuna, en einnig víðar um bæinn. Ljósanótt lýkur svo í dag með dagskrá um allan bæ.
Lesendur Víkurfrétta á Netinu eiga von á myndasafni með svipmyndum frá hátíðinni uppúr hádegi í dag, sunnudag.