Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 20. maí 1999 kl. 23:35

ÆFINGAVIKA HJÁ SLÖKKVILIÐINU

Brunavarnir Suðurnesja nýttu sér rólegheit vikunnar sem leið til æfinga. Fyrst var grunnskólinn í Garði heimsóttur og reykköfun æfð. Ellefu kennurum og nemendum var bjargað af mismundandi stöðum auk þess sem slökkviliðsmenn æfðu vatnsöflun úr brunahana og sundlaug. Auk Brunavarna Suðurnesja tóku þátt í æfingunni lögreglan í Keflavík, slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli og starfsmenn Gerðarskóla og þakkar B.S þeim aðstoðina. Á laugardag fór helmingur B.S-manna, 2 slökkviliðsmenn úr Grindavík og 2 úr Sandgerði á reykköfunaræfingu í gámum Slökkviliðs Reykjavíkur. Slökkviliðsmenn á Suðurnesjum ættu því að vera vel búnir í átök sumarsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024