Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Æfingaaðstaða slökkviliðs lögð í rúst
Miðvikudagur 9. júlí 2008 kl. 12:44

Æfingaaðstaða slökkviliðs lögð í rúst

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Æfingaaðstaða slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja hefur verið lögð í rúst af skemmdarvörgum. Tjónið er mikið en allt hefur verið brotið og eyðilagt sem hægt er að eyðileggja. Slökkviliðið hafði útbúið æfingaaðstöðu í gömlu sorpeyðingarstöðinni við Hafnaveg. Óvíst er hvort hún verður endurnýjuð.

Í gömlu sorpeyðingarstöðinni hafði verið útbúin aðstaða til reykköfunar, auk þess sem á svæðinu voru fjölmargir æfingagámar frá Brunamálastofnun. Einnig var farið inn í gámana og þar unnar skemmdir.

Ólafur Ingi Jónsson, verkefnastjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, sagði í samtali við Víkurfréttir að tjónið væri mikið. Aðstaða fyrir slökkviliðsmenn á æfingum hafi verið innréttuð og húsið lagað að aðstæðum m.a. til reykköfunar.

Nýverið voru allar rúður í húsinu brotnar. Við því var brugðist með því að negla plötur fyrir gluggana. Þegar skemmdarvargarnir voru á ferðinni í síðustu viku eða um síðustu helgi voru plöturnar allar rifnar frá. Allar hurðar voru brotnar upp og innréttingar voru rifnar niður af veggjum. Þá voru brotin göt á veggi. Glerbrot eru út um allt og spilliefnum var helt niður.

Farið var inn í gáma frá Brunamálastofnun og þar unnar skemmdir. Skemmdarvargarnir mega þakka fyrir að hafa ekki farið sér að voða en rafmagn er á húsinu og talsvert var átt við raflagnir og tenglabox. Þeir sem hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir við gömlu sorpeyðingarstöðina við Hafnaveg eru hvattir til að láta lögreglu vita.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25