Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 5. febrúar 2002 kl. 09:30

Æfðu björgun úr hlíðum Þorbjarnar

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var með æfingu í hlíðum Þorbjarnar í gærkvöldi. Sveitin æfði viðbrögð við slysi ef bifreið færi út af slóðanum sem liggur upp á fjallið.Æfingin fór að fram í myrkri við erfiðar aðstæður, þó svo að veður væri gott.  Aðgerðir sveitarinnar vakti athygli vegfarenda um Grindavíkurveginn.  Ekki er víst að allir vegfarendur hafi gert sér grein fyrir að um æfingu hafi verið að ræða þar sem “slysstaðurinn” var lýstur upp og þrír “slasaðir” bornir á börum ýmist niður fjallið eða upp á vegarslóðann. Því er þá komið á framfæri núna.
Það voru 19 félagar í Þorbirni sem þátt tóku í æfingunni og nutu þeir liðsinnis þriggja félaga unglingadeildarinnar Hafbjargar er léku slasaða.

Myndir frá bjsv. Þorbirni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024