Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Æðarvarp í Norðurkoti
Þriðjudagur 15. júlí 2008 kl. 11:46

Æðarvarp í Norðurkoti

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir sem aka um Hvalsnesið frá Sandgerði sjá víða merki um friðuð svæði. Í Norðurkoti eru æðarbændur búnir að nytja dún og gæta varpsins síðan í vor.  Friðlýsing á varplandinu byrjaði 15.apríl og stóð allt til 14.júlí. Þó friðlýsingin sé búin þá er enn fylgst með varpinu.

Æðarfuglinn kemur í varpið á vorin en er úti á hafi og í fjöruborðinu við strendur Íslands, yfir veturinn.

Viðtal við Hönnu Siggu, æðarbónda í Norðurkoti, birtist í næsta tölublaði Víkurfrétta.

i[email protected]

Myndir: Liliana og Hanna Sigga.