Æðarfuglsgildra í Njarðvíkurhöfn
Á þriðjudagskvöld fóru lögreglumenn úr Keflavík um í gamlan pramma sem liggur við festar í Njarðvíkurhöfn en lögreglu hafði borist til eyrna að nokkuð magn dauðs æðarfugls væri í prammanum og einnig að eitthvað af lifandi fugli væri þar í sjálfheldu. Fuglarnir hafa sennilega kafað undir prammann og upp í farmhólfin sem sum voru opin. Virðist sem fuglarnir hafði ekki ratað sömu leið til baka auk þess sem rými til flugtaks var ekki fyrir hendi. Af ástandi fuglanna mátti ráða að dauðdagi þeirra hafi verið fæðuleysi. Alls voru þarna níu dauðir og þrír lifandi æðarfuglar. Eftir sem áður er prammi þessi dauðagildra fyrir æðarfugl auk þess sem hann er stórhættulegur börnum og unglingum sem eiga það til að sækja á hafnarsvæðið.