Æðarfugl hrapaði til jarðar í flugeldaskothríð
Í miðri flugeldaskothríðinni á fjölskylduhátíðinni í Vogum nú í kvöld gerðist nokkuð óvænt sem vakti athygli fólks sem fylgdist með flugeldasýningunni af bílastæði við Stóru-Vogaskóla. Út úr spengjuhríðinni sást stór dökkur hlutur koma fljúgandi og hrapa til jarðar.
Þarna reyndist æðarkollu hafa fatast flugi í öllum látunum og skall hún með látum í þaki Stóru Vogaskóla og rúllaði eftir þakinu. Hún var með lífsmarki þegar ljósmyndari Víkurfrétta smellti af þessari mynd. Boðum var komið til björgunarsveitarinnar í Vogum um atvikið og ætluðu félagar úr sveitinni að kanna ástand fuglsins.
VF-mynd: Hilmar Bragi
Æðarkollan kom fljúgandi út úr flugeldaskothríðinni og hafnaði með látum í þaki Stóru Vogaskóla.