Aðventugarðurinn verði efldur enn frekar
Vel tókst til í Aðventugarðinum á aðventunni og margir lögðu hönd á plóg við að skapa skemmtilega stemmningu. Hátt í 40 aðilar sóttu um að fá að selja margs konar varning í sölukofum og þrettán ólíkir aðilar/hópar stigu á stokk eða komu fram með fjölbreytt skemmtiatriði.
Leikskólar bæjarins settu einnig svip á garðinn með sérstökum leikskólalundi og Húsasmiðjan í Reykjanesbæ og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis styrktu verkefnið með beinum hætti.
Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar færir þakkir öllum þessum aðilum og hvetur einstaklinga, félög og fyrirtæki til að vinna saman að því að efla Aðventugarðinn.