Aðventublað Víkurfrétta í næstu viku
Aðventublað Víkurfrétta kemur út í næstu viku, tileiknað aðdraganda jólanna og jólaundirbúningi Suðurnesjamanna. Þar verður litið inn hjá helsta skreytingameistara svæðisins en hann leggur gríðarlega vinnu í að skreyta híbýli sinn fyrir jólin. Kíkt verður í smákökubakstur í Norðurkoti, aldraðir rifja upp jólaminningar og litið er inn hjá þremur systrum þar sem talan 40 markar upphaf jólaundirbúningsins. Þá verður hin árlega Jólalukka kynnt til leiks en fjöldi vinninga hefur ekkert minnkað þrátt fyrir kreppu. Þetta og margt fleira verður í sneisafullu blaði tileiknað aðventunni.
Þeim auglýsendum sem hyggjast auglýsa í blaðinu er bent að að hafa samband við auglýsingadeild og tryggja sér pláss sem fyrst í síma 421 0000 eða [email protected].