Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðstoðarmaðurinn Einar Bárðarson afþakkar laun frá Alþingi
Þriðjudagur 27. janúar 2009 kl. 17:57

Aðstoðarmaðurinn Einar Bárðarson afþakkar laun frá Alþingi



Einar Bárðarson, aðstoðarmaður Kjartans Ólafssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur sent Alþingi bréf og óskað eftir því að vera tekinn af launaskrá Alþingis. Hann ætlar þó að starfa áfram sem aðstoðarmaður þingmannsins en launalaust.

Bréf Einars til Alþingis er eftirfarandi:

„Með þessu bréfi vil ég koma á framfæri þeirri ósk minni að ég verði tekinn af launaskrá Alþingis sem aðstoðarmaður Kjartan Ólafssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksinns. Til framkvæmdar frá og með 30. janúar 2009. Ég óska þess þó að starfstitill, netfang og annað sem tengist starfinu haldist óbreytt. Því ég mun halda áfram að starfa sem aðstoðarmaður launalaust.

Ég tel ekki rétt að þyggja laun næstu 2 til 3 mánuði þar sem starfið mun að langmestu leyti tengjast prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi og síðar fyrirhuguðum Alþingis kosningum en ekki almennum störfum Alþingis.

Reykjanesbæ 26. janúar 2009

Einar Bárðarson“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024