Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðstoðarmaður samgönguráðherra lofar hringtorgi á Grænás í sumar
Þriðjudagur 24. febrúar 2009 kl. 11:44

Aðstoðarmaður samgönguráðherra lofar hringtorgi á Grænás í sumar

Þrýstingur á úrbætur á gatnamótum Reykjanesbrautar og Grænásvegar er að bera árangur. Vegagerðin er að hefja hönnun hringtorgs á gatamótin og á framkvæmdum við torgið á að ljúka í sumar. Þetta staðfesti Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra, í samtali við Víkurfréttir í morgun.

Róbert sagði jafnframt að á næstu dögum verði settar niður viðbótar merkingar við gatnamótin sem vara við hættulegum gatnamótum.

Um 1200 manns hafa skrifað undir áskorun á Facebook til samgönguyfirvalda um úrbætur á gatnamótunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024