AÐSTAÐA FYRIR FÉLAGSMIÐSTÖÐ
Verkfræðiskrifstofa Suðurnesja hefur að beiðni bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar skoðað húsnæði á þremur stöðum sem hugsanlega væri hægt að lagfæra og gera aðstöðu fyrir félagsaðstöðu. Gerð var áætlun yfir kostnað við lagfæringar á þremur stöðum og er hann áætlaður á Strandgötu 18, 12,4 milljónir, á Tjarnargötu 6, 6,3 milljónir, og 4,2 milljónir á Strandgötu 11a. Bæjarráði Sandgerðisbæjar barst einnig bréf frá aðalstjórn Reynis þar sem boðinn var þjónustusamningur um samnýtingu Reynishússins að Stafnesvegi 7 fyrir félagsmiðstöðina. Var tillögunum vísað til íþrótta- og tómstundaráðs en tómstundafulltrúi mun taka upp viðræður við stjórn Reynis varðandi þeirra boð.