Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðstaða fimleikadeildar er ekki nógu góð og stór iðkendahópur án þjálfarastyrks
Laugardagur 4. febrúar 2023 kl. 08:13

Aðstaða fimleikadeildar er ekki nógu góð og stór iðkendahópur án þjálfarastyrks

Fimleikadeild Keflavíkur hefur sent íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar erindi og vill koma á framfæri að deildin nýtur ekki þjálfarastyrks fyrir stóran iðkendahóp hjá deildinni sem eru á aldrinum tveggja til sex ára. Að auki vill fimleikadeildin koma á framfæri að núverandi aðstaða er ekki nógu góð fyrir starfsemi deildarinnar og skorar á bæjaryfirvöld að bregðast við hið fyrsta.

Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir áhyggjur deildarinnar og minnir á bókun ráðsins frá 166. fundi ráðsins en þar segir: „Íþrótta- og tómstundaráð er sammála um að auka þurfi fjármagn til málaflokksins til að geta staðið undir metnaðarfullu íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjanesbæ og borið okkur saman við sambærileg sveitarfélög.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Erindi fimleikadeildarinnar er vísað annars vegar til mannvirkjanefndar sem og til rekstrarnefndar sem ljúka eiga störfum í mars.